Heildargreiðsla íbúðareigenda og fyrirtækja í Reykjavík vegna fráveitugjalds hækkar um 18,5% í ár en fráveitugjaldið mun nú taka mið af stærð húsnæðis en ekki fasteignamati eins og hingað til.
Um 82% húseigna í borginni eru minni en 200 fermetrar og mun fráveitugjald þeirra hækka um 12%.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að mikið álag hafi verið í þjónustuveri OR síðan gjaldendur fengu álagningarseðlana í hendurnar í gær og í fyrradag.