Á félagsfundi VG í Kópavogi í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við ríkisstjórnina og ánægju með árangur sem náðst hefur á mörgum sviðum þjóðmála við erfiðar aðstæður.
Karólína Einarsdóttir, sem var formaður VG í Kópavogi, sagði sig úr flokknum í vikunni og sagði ástæðuna vera ákvörðun forystu VG að standa ekki við stefnu flokksins í veigamiklum málum hafi haft afdrifaríkar afleiðingar. Arnþór Sigurðsson er nýr formaður Kópavogsfélagsins.
Félagsfundurinn segist treysta því, að þingflokkur Vinstri grænna og aðrar
stofnanir flokksins vinni af eindrægni að lausn þeirra mikilvægu verkefna á
sviði efnahags- og atvinnumála, jöfnuðar, jafnréttis, umhverfis- og auðlindamála
sem við blasi.
Á fundi svæðisfélags ViG í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld var einnig lýst yfir eindregnum stuðningi
við lýðræðislegar meirihlutaákvarðanir landsfunda, flokksráðs, stjórnar
og þingflokks VG.