Nýuppgerð hús til leigu

Laugavegur 4.
Laugavegur 4.

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur samþykkti í morg­un að aug­lýsa hús­eign­irn­ar að Lauga­vegi 4 og 6 til leigu með því skil­yrði, að í hús­un­um verði versl­un­ar­starf­semi. Hús­in, sem voru byggð á of­an­verðri 19. öld, hafa nú verið gerð upp en þau eru í eigu borg­ar­inn­ar.

Húsið Lauga­veg­ur 4 var byggt árið 1890 og Lauga­veg­ur 6 var byggt sem íbúðar­hús árið 1871. Þessi kafli Lauga­veg­ar­ins er því elsti hluti göt­unn­ar og hús­in hluti af elstu byggðinni í miðborg Reykja­vík­ur.

Reykja­vík­ur­borg keypti hús­in árið 2008 og hófst upp­bygg­ing hús­anna árið 2009 í sam­ráði við Minja­safn Reykja­vík­ur og Húsafriðun­ar­nefnd. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrif­stofu borg­ar­stjóra hef­ur götu­mynd­in frá fyrri hluta 20. ald­ar verið varðveitt og ytra byrði gömlu hús­anna fært í upp­runa­legt horf.

Verklok eru áætluð í lok mars næst­kom­andi. Lóðin milli hús­anna verður þó ekki full­frá­geng­in fyrr en í maílok. Miðað er við að hús­in verði leigð frá 1. apríl 2011.


Laugavegur 2.
Lauga­veg­ur 2.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert