Nýuppgerð hús til leigu

Laugavegur 4.
Laugavegur 4.

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í morgun að auglýsa húseignirnar að Laugavegi 4 og 6 til leigu með því skilyrði, að í húsunum verði verslunarstarfsemi. Húsin, sem voru byggð á ofanverðri 19. öld, hafa nú verið gerð upp en þau eru í eigu borgarinnar.

Húsið Laugavegur 4 var byggt árið 1890 og Laugavegur 6 var byggt sem íbúðarhús árið 1871. Þessi kafli Laugavegarins er því elsti hluti götunnar og húsin hluti af elstu byggðinni í miðborg Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg keypti húsin árið 2008 og hófst uppbygging húsanna árið 2009 í samráði við Minjasafn Reykjavíkur og Húsafriðunarnefnd. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjóra hefur götumyndin frá fyrri hluta 20. aldar verið varðveitt og ytra byrði gömlu húsanna fært í upprunalegt horf.

Verklok eru áætluð í lok mars næstkomandi. Lóðin milli húsanna verður þó ekki fullfrágengin fyrr en í maílok. Miðað er við að húsin verði leigð frá 1. apríl 2011.


Laugavegur 2.
Laugavegur 2.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert