Órökstutt að Icesave lengi gjaldeyrishöft

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi að það væri algerlega órökstutt að gera því skóna að samþykkt nýs samkomulags um Icesave myndi leiða til þess að gjaldeyrishöftin muni gilda hér á landi næstu árin.

Steingrímur sagði, að ýmsir héldu því þvert á móti fram, að lausn Icesave-deilunnar sé liður í því að afnema gjaldeyrishöftin. Vísaði hann m.a. til ummæla Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, í því sambandi.

Steingrímur var að svara fyrirspurn frá Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, sem vildi vita hvenær þess væri að vænta að gjaldeyrishöftunum. Höskuldur sagði, að staðan virtist vera sú að ef Icesave-samningar verði samþykktir þurfi Íslendingar  að búa við gjaldeyrishöft í langan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert