Samskiptin við minnihlutann tímaeyðsla

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri.

Jón Gn­arr, borg­ar­stjóri, seg­ir í viðtali við Há­skóla­blaðið, sem gefið er út af nem­end­um í Há­skól­an­um í Reykja­vík, að það eina sem hon­um hafi fund­ist leiðin­legt í borg­ar­stjóratíð sinni séu sam­skipti hans við minni­hlut­ann í borg­ar­stjórn, sem sem hon­um hafi oft fund­ist að miklu leyti vera tíma­eyðsla.

„Að upp­fylla ein­hver skil­yrði um að það verði að vera þessi leiðin og að hark­an sé í raun bara hluti af þessu öllu sam­an. Ég er sjálf­ur sek­ur í því. Ég hef stund­um misst mig í reiði og dóm­hörku og jafn­vel „paranoju“. Ég hef misst mig í að vera að fokka í þeim þannig að þau haldi að þau séu að drepa mig úr leiðind­um. Mér hef­ur stund­um fund­ist taktík­in vera: Ver­um leiðin­leg við hann og svo seg­ir hann bara einn dag­inn „Ég nenni þessu ekki, þetta er svo leiðin­legt“. Þannig að ég hef gert svo­lítið mikið úr því að mér finn­ist leiðin­legt. Þau gera þá meira í því að vera leiðin­leg og þá sjá líka all­ir hvað þau eru í raun til­bú­in að vera leiðin­leg. Ég hef al­veg spilað inn á þetta," seg­ir Jón í viðtal­inu.

Há­skóla­blaðið kem­ur út á morg­un en það er mál­gagn nem­enda við HR og er nú gefið út í annað sinn. Rit­stjóri er Sonja Hrund Ágústs­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert