Segir íslenska aðila standa að Triton

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði á Alþingi í gær, að banka­stjóri Lands­bank­ans hefði sagt á opn­um fundi hjá flokkn­um ný­lega að óskað hefði verið eft­ir því að fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Trit­on fengi að kaupa eign­ir Icelandic Group vegna þess að ís­lensk­ir aðilar stæðu að Trit­on.

„Við skul­um ekki gleyma því hvar þetta fé­lag er staðsett í hús, jú þetta er skúffu­fyr­ir­tæki í skattap­ara­dís­inni Gu­erns­ey," sagði Vig­dís. „Það er mjög ein­kenni­legt að þetta skuli ekki fara í útboð og að all­ir Íslend­ing­ar, sem eiga í fyr­ir­tæk­inu, geti tekið þátt í því held­ur sé verið að færa það sér­stak­lega til­greind­um aðilum sem eru fyr­ir­fram vald­ir."

Þetta kom fram í ut­andag­skrárum­ræðu á Alþingi í gær þar sem Vestia-málið svo­nefnda var rætt að ósk Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert