Þingmenn vissu ekki um tölvuna

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Þing­menn höfðu ekki vitn­eskju um að far­tölva hefði fund­ist  í auðu her­bergi í hús­næði á veg­um Alþing­is við Aust­ur­stræti í fe­brú­ar í fyrra. Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag, að grun­ur léki á að tölv­unni hefði verið komið fyr­ir til þess að brjót­ast inn í tölv­ur þing­manna og tölvu­kerfi Alþing­is, hlaða niður gögn­um og senda í aðra tölvu.

Þing­menn ræddu málið í upp­hafi þing­fund­ar í dag. Ólöf Nor­dal, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði að þetta væri mjög al­var­legt mál og hún krafðist þess að tek­in yrði um það sér­stök umræða í þing­inu. Spurði hún hvort for­seta Alþing­is hefði verið kunn­ugt um þessa at­b­urði og lög­reglu­rann­sókn sem fylgdi í kjöl­farið.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, vildi vita hvers vegna þing­mönn­um hefði ekki verið greint frá þessu og spurði einnig hvort þing­menn gætu treyst því að gögn þeirra væru ör­uggt. „Stóð til að láta okk­ur vita af þessu?" spurði hún.

Grófasta árás sem Alþingi hef­ur orðið fyr­ir

Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að svo virt­ist sem um væri að ræða gróf­ustu árás sem Alþingi hefði orðið fyr­ir í sinni sögu.  Þá sagði hann, að það vek­ur grund­semd­ir, að þessi tölva hafi fund­ist í skrif­stofu­hús­næði Hreyf­ing­ar­inn­ar en einn þingmaður henn­ar hefði haft náin tengsl við upp­ljóstr­un­ar­vef­inn Wiki­Leaks.

Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði frá­leitt að beina grun­semd­um að til­tekn­um þing­flokki og þing­mönn­um. „Ég held að þingmaður eigi að halda munni,“ sagði hann og beindi orðum sín­um til Jóns Gunn­ars­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins .Sagði Mörður að for­seti Alþing­is ætti að íhuga að víta þá þing­menn sem beindu svona ásök­un­um að öðrum.

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagðist sam­mála því að um væri að ræða mjög al­var­legt mál. Hann mót­mælti orðum Sig­urðar Kára og benti á að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri einnig með skrif­stof­ur í um­ræddu húsi. Hann sagði, að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hefði verið lát­inn vita af mál­inu þegar í fe­brú­ar.  Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði í umræðunni að þetta væri alrangt.

Al­var­legt mál eða storm­ur í vatns­glasi

Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, sagðist velta því fyr­ir sér hvort um væri að ræða al­var­legt mál eða storm í vatns­glasi. Aðal­atriðið væri að upp­lýst hefði verið á fundi for­seta­nefnd­ar Alþing­is í vet­ur að eng­in um­merki væru um að brot­ist hefði verið inn í tölvu­kerfi Alþing­is.  Sagði hún umræðurn­ar um málið í morg­un bera merki um paranoju.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði að hún hefði rætt málið á fundi með þing­flokk­um í morg­un og myndi gera þing­inu grein fyr­ir mál­inu með form­leg­um hætti klukk­an 14 í dag.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að hafi verið gerð til­raun til að brjót­ast inn í tölvu­kerfi Alþing­is væri það graf­ar­leg árás á þingið.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði að dag­lega væri lesið um til­raun­ir tölvuþrjóta til að brjóta sig inn í tölvu­kerfi víða um heim. „Þetta er hluti af nýj­um raun­veru­leika sem við verðum að sætta okk­ur við," sagði Össur.  Hann sagðist hafa unnið á þingi með þing­mönn­um Hreyf­ing­ar­inn­ar og bæri það mikla virðingu fyr­ir greind­arstigi þeirra að þeir væru ekki svo mikl­ir kján­ar að taka þátt í slíku.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist ekki vera sam­mála Öss­uri um að þetta væri hluti af nýj­um veru­leika, sem menn yrðu að sætta sig við. Þetta er óviðun­andi. Þegar komn­ir væru flugu­menn inn á Alþingi væri það svo grafal­var­legt að nota verði öll til­tek­in ráð til að rann­saka það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert