Fækkar í framhaldsskólum

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is/Ernir

Haustið 2010 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 47.240. Í framhaldsskóla voru skráðir 27.351 nemendur og 19.889 nemendur í háskóla. Skráðum nemendum fækkaði um 3,1% frá fyrra ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Er þetta  í fyrsta skipti sem nemendum fækkar milli ára síðan Hagstofa Íslands hóf að birta tölur um skráða nemendur haustið 1997.

Fækkun nemenda milli ára var öll á framhaldsskólastigi en þar fækkaði skráðum nemendum um 7,9%. Nokkur fjölgun var hins vegar á háskólastigi eða um 4,3%.

Hagstofan segir, að fækkun nemenda skýrist fyrst og fremst af samdrætti í fjarnámi og öldungadeildum á framhaldsskólastigi. Þá fækkaði nemendum grunnskóla sem sóttu nám í framhaldsskólum umtalsvert og voru um fjórðungur fjölda grunnskólanemenda í framhaldsskólum haustið 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert