Gosfrímerki meðal þeirra óvenjulegustu

Eitt frímerkjanna sem voru prentuð með ösku úr Eyjafjallajökli.
Eitt frímerkjanna sem voru prentuð með ösku úr Eyjafjallajökli.

Þrjú íslensk frímerki, sem prentuð voru með gosösku úr Eyjafjallajökli, eru meðal óvenjulegustu frímerkja síðasta árs að mati frímerkjavefjarins StampNews.com.

Vefurinn birti í vikunni niðurstöðu vals síns á óvenjulegustu frímerkjum ársins 2010 og urðu þrjú frímerki sem Íslandspóstur gaf út 22. júlí 2010 í tilefni eldgosins í Eyjafjallajökli/Fimmvörðuhálsi í 2. sæti.

Frímerkin eru öll með gosösku sem féll 17. apríl 2010. Hönnuðir frímerkjanna eru Borgar Hjörleifur Árnason og Hany Hadaya grafískir hönnuðir. 

Íslensk frímerki hafa áður komist á lista StampNews.com yfir óvenjulegustu frímerki hvers árs. Í fyrra komst frímerki, sem prentað var með hitasæknu bleki, í 2. sæti listans og árið 2009 var sjálflýsandi frímerki af friðarsúlunni í Viðey í 3. sæti.

Síða StampNews.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert