Gríðarlegir hagsmunir undir

Hörgárdalur.
Hörgárdalur. www.mats.is

Stór hluti heim­ila í Hörgár­byggð og Arn­ar­nes­hreppi við Eyja­fjörð hef­ur átt í al­var­leg­um fjár­hags­leg­um erfiðleik­um vegna mik­illa skulda sem stofnað var til þegar stofn­fé Spari­sjóðs Norðlend­inga var aukið. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði hins veg­ar tvo spari­fjár­eig­end­ur í inn­heimtu­máli, sem Íslands­banki höfðaði og taldi að mönn­un­um hefði ekki verið gerð grein fyr­ir þeirri áhættu, sem fylgdi skuld­sett­um kaup­um á nýju stofn­fé í sjóðnum.

Fyr­ir samruna þess Spari­sjóðs Norðlend­inga og Byrs spari­sjóðs í des­em­ber 2007 var ákveðið að auka stofn­fé hins fyrr­nefnda til að ná rétt­um hlut­föll­um í eign stofn­fjár­eig­enda hins sam­einaða sjóðs. Vörðu stofn­fjár­eig­end­ur á þriðja hundrað millj­óna króna til þess. Á sama tíma var stofn­fé Byrs aukið um 29 millj­arða króna, eins og frægt er orðið, og tóku Norðlend­ing­arn­ir þátt í þeirri aukn­ingu eins og aðrir stofn­fjár­eig­end­ur í Byr.

Marg­ir tóku lán hjá Glitni til að fjár­magna stofn­fjáraukn­ing­una og eru þessi lán nú hjá Íslands­banka. Kostnaður stofn­fjár­eig­enda í Spari­sjóði Norðlend­inga nam sam­tals tæp­um þrem­ur millj­örðum króna vegna þessa.

Skuld­ir upp á tugi millj­óna

Stofn­fjár­eig­end­ur í Spari­sjóði Norðlend­inga voru um hundrað tals­ins og nam meðalskuld á hvern stofn­fjár­eig­anda því um þrjá­tíu millj­ón­um króna. Marg­ir tóku hins veg­ar geng­is­tryggð lán, að hluta til eða að öllu leyti, og hef­ur fjár­hæð þeirra lána hækkað til sam­ræm­is við geng­is­hrun krón­unn­ar. Þá voru hjón í sum­um til­vik­um bæði stofn­fjár­eig­end­ur í sjóðnum og geta skuld­ir ein­stakra heim­ila því verið hátt í hundrað millj­ón­ir króna.

Spari­sjóður Norðlend­inga varð til við samruna Spari­sjóðs Glæsi­bæj­ar­hrepps og Spari­sjóðs Ak­ur­eyr­ar og Arn­ar­nes­hrepps árið 1997. Í Glæsi­bæj­ar­hreppi var mjög al­menn stofn­fjár­eign í sjóðnum, eins og sést á því að í sam­einuðum spari­sjóði voru íbú­ar í þeim hreppi um helm­ing­ur stofn­fjár­eig­enda.

Talið var að um helm­ing­ur íbúa hrepps­ins fyrr­ver­andi hefði átt stofn­fé í sjóðnum og tóku þeir all­ir þátt í stofn­fjáraukn­ing­unni. Glæsi­bæj­ar­hrepp­ur rann sam­an við Skriðuhrepp og Öxna­dals­hrepp árið 2001 und­ir nafn­inu Hörgár­byggð. Í því sveit­ar­fé­lagi búa inn­an við fimm hundruð manns. Hlut­fall þeirra, sem eiga yfir höfði sér per­sónu­legt gjaldþrot eða eigna­upp­töku, er því mjög hátt. Staðan í Arn­ar­nes­hreppi er sögð svipuð, en þar búa aðeins um 180 manns og er talið að um helm­ing­ur heim­ila þar sé í al­var­leg­um vanda vegna skuld­settr­ar stofn­fjáraukn­ing­ar.

Líkt og aðrir stofn­fjár­eig­end­ur í Byr stóðu Norðlend­ing­ar í þeirri trú að lán­in sem þeir tóku vegna stofn­fjáraukn­ing­ar­inn­ar væru í raun áhættu­laus. Stofn­fjár­bréf­in sjálf væru eina veðið fyr­ir lán­un­um og færi allt á versta veg gæti bank­inn ekki gengið að öðrum eign­um stofn­fjár­eig­end­anna. Þeir væru með öðrum orðum ekki per­sónu­lega ábyrg­ir.

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu í dag, að stofn­fjár­eig­end­urn­ir hefðu samþykkt lán­tök­una vegna óná­kvæmr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar af hálfu Glitn­is, á þeirri röngu for­sendu að áhætta þeirra tak­markaðist við hin veðsettu stofn­fjár­bréf.

Ef fall­ist yrði á dóm­kröf­ur Íslands­banka verði ekki bet­ur séð en að stofn­fjár­eig­end­urn­ir myndu bera allt tjónið af því, að stofn­féð varð verðlaus við hrun fjár­mála­kerf­is­ins. 

Fleiri byggðir í svipaðri stöðu

Fleiri smærri sveit­ar­fé­lög eru í svipaðri stöðu og Hörgár­byggð. Um fimmta hvert heim­ili í Húnaþingi vestra og Bæj­ar­hreppi stend­ur frammi fyr­ir al­var­leg­um fjár­hags­vanda eða jafn­vel per­sónu­leg­um gjaldþrot­um vegna skuld­settra kaupa á stofn­fé í Spari­sjóði Húnaþings og Stranda.

Spari­sjóður­inn rann sam­an við Spari­sjóð Kefla­vík­ur árið 2007, en áður en gengið var frá sam­ein­ing­unni var ákveðið að styrkja stöðu Spari­sjóðs Húnaþings og Stranda. Stofn­fé sjóðsins hafði fyr­ir þann tíma verið tæp­ar tvær millj­ón­ir króna, en eft­ir aukn­ingu var stofn­fé tveir millj­arðar.

Í sveit­ar­fé­lög­un­um tveim­ur, Húnaþingi vestra og Bæj­ar­hreppi, búa um 1200 manns og af þeim voru um 200 stofn­fjár­eig­end­ur í spari­sjóðnum. Um 140 eig­end­ur tóku lán vegna stofn­fjáraukn­ing­ar­inn­ar.

Þá kom fram ný­lega, að um 150 stofn­fjár­eig­end­ur Spari­sjóðs Svarf­dæla tóku þátt í stofn­fjáraukn­ingu sjóðsins í lok árs 2007. Að meðaltali fjár­festi hver og einn þeirra í 3,5 millj­ón­um af nýju stofn­fé. Stofn­féð er nú að mestu verðlaust enda hef­ur Seðlabanki Íslands leyst til sín um 90% af stofn­fé spari­sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert