Hærri laun og afnám verðtryggingar

Stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna seg­ir í áskor­un til verka­lýðsfor­yst­unn­ar að
leiðrétt­ing lána og af­nám verðtrygg­ing­ar sé sú kjara­bót sem bróðurpart­ur  ís­lenskr­ar alþýðu kalli eft­ir.

„Í yf­ir­stand­andi kjara­samn­ingaviðræðum ber verka­lýðsfor­yst­unni skylda til að láta sig þetta mál­efni varða ef henni er raun­veru­lega annt um hags­muni sinna fé­lags­manna," seg­ir í áskor­un­inni.

Segja sam­tök­in að þrjú launþega­fé­lög VR, VLFA og Fram­sýn, hafi þegar  lýst yfir stuðningi við kröf­ur um al­menna leiðrétt­ingu lána og af­nám verðtrygg­ing­ar.

„Vart verður leng­ur litið fram hjá 780 millj­arða halla líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins. Óhjá­kvæmi­legt er að end­ur­skoða líf­eyr­is­sjóðakerfið sam­hliða lána­kerf­inu. Hvorki heim­ili, rík­is­sjóður né fyr­ir­tæki lands­ins geta staðið und­ir líf­eyr­is­sjóðunum í óbreyttri mynd, það ligg­ur í aug­um uppi. Það hrekk­ur skammt að segj­ast standa vörð um kaup­mátt þegar skuld­ir heim­ila hafa auk­ist um 1125 millj­arða á síðustu 6 árum, um 128%. Arðrán heim­ila þessa lands ger­ist nú á tím­um að mestu í gegn­um ok­ur­lána­kjör á hús­næðislán­um og HH skora á verka­lýðshreyf­ing­una að krefjast ábyrgr­ar vaxta­stefnu og bættra val­kosta í hús­næðismál­um. Stjórn HH bend­ir á að viðráðan­leg og sann­gjörn lána­kjör neyt­enda eru ekki síður mik­il­væg en launa­kjör, bæði fyr­ir heim­il­in og at­vinnu­lífið," seg­ir í áskor­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert