Makríll seldur til 27 landa fyrir 7,9 milljarða

Vinnuhópur, sem fjallað hefur um makrílveiðar fyrir sjávarútvegsráðuneytið, segir í skýrslu að vel hafi gengið að selja makrílaflann á síðasta ári. Alls var seldur makríll til 27 landa, þar á meðal Rússlands, Kína, Litháens, Suður-Kóreu, Taívan, Egyptalands, Nígeríu, Tyrklands, Búlgaríu og Bandaríkjanna.

Fram kemur í skýrslunni, að í upphafi síðustu vertíðar hafi verið töluverður ótti við að markaðir myndu ekki taka við því mikla magni, sem fyrirséð var að fryst yrði á Íslandi og verðfall myndi fylgja í kjölfarið. Sá ótti reyndist ástæðulaus.

Nam heildarútflutningur á frosnum makrílafurðum frá 1. janúar til 1. nóvember 2010 nam tæpum 48.000 tonnum að verðmæti um 7,9 milljarðar króna. Yfir helmingur frysta makrílsins fór á Rússlandsmarkað og gekk sala þangað vel en einnig fór mikið á markað í Kína og Litháen.  

Fram kemur í skýrslunni, að lítið fór á Japansmarkað þar sem hæst verð fæst fyrir makrílinn en þar sem annars staðar í Asíu vilja viðskiptavinir stinnari makríl en þann sem veiðist hér á sumrin. Árið 2010 var seldur frosinn makríll til Japans. 

Á vertíðinni 2010 veiddust rúm 122 þúsund tonn af makríl. Stærstur hluti aflans fór í frystingu eða um 60%, þar af var 33% fryst um borð í vinnsluskipum og
27% í landi. Um 40% aflans fór í bræðslu. Árið 2009 voru 80% brædd.

mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert