Of glaður Íslendingur

Íslensku leikmennirnir fagna sigri í gærkvöldi. Þá sat Íslendingurinn einn …
Íslensku leikmennirnir fagna sigri í gærkvöldi. Þá sat Íslendingurinn einn í fangaklefa. Reuters

Íslend­ing­ur nokk­ur, sem var að fylgj­ast með ís­lenska hand­bolta­landsliðinu í Svíþjóð, fagnaði of mikið og endaði í stein­in­um í Lillestrøm í Nor­egi í stað flug­vél­ar­inn­ar á leið aft­ur heim til Íslands. 

Á vef norska blaðsins Eids­voll Ul­len­sa­ker er haft eft­ir lög­regu á Gardermoen­flug­velli í Nor­egi, að Íslend­ing­ur­inn hafi fagnað sigri Íslands á Nor­egi í gær­kvöldi fyr­ir­fram og verið svo drukk­inn á flug­vell­in­um að hann fékk ekki að fara upp í flug­vél­ina til Íslands.   

Þegar maður­inn komst ekki með flug­vél­inni byrjaði hann að dansa og sveifla hönd­un­um og láta öll­um ill­um lát­um á flug­vell­in­um. Hann var því sett­ur í stein­inn. „Og þegar hand­bolta­hetj­urn­ar hans dönsuðu yfir Nor­e­menn á loka­mín­út­um leiks­ins sat Íslend­ing­ur­inn al­einn og sam­bands­laus við um­heim­inn," seg­ir blaðið. 

Frétt norska blaðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert