Sáu ljósbjarma á himni

Loftsteinar sjást stundum falla. Þessi mynd var tekin á Suðurlandi …
Loftsteinar sjást stundum falla. Þessi mynd var tekin á Suðurlandi með eftirlitsmyndavél lögreglubíls fyrir nokkrum árum.

Skær ljósbjarmi sást víða á himni á sjöunda tímanum í kvöld. Í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld var haft eftir flutningabílstjóra, sem var á ferð í Öxnadal, að  dalurinn hafi lýst upp.

Sagðist bílstjórinn hafa heyrt svipaðar lýsingar frá starfsbræðrum sínum á Holtavörðuheiði og á Selfossi.

Veðurstofunni bárust einnig fyrirspurnir um ljósið. Talið er hugsanlegt um hafi verið að ræða loftstein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert