Síminn segist í yfirlýsingu harma að hafa nýtt fjarskiptaumferðarupplýsingar með þeim hætti sem gert var þegar búnir voru til úthringilistar yfir viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja.
Fram kemur í yfirlýsingunni, að Persónuvernd hafi tilkynnt Símanum að stofnunin hefði í hyggju að kæra fyrirtækið vegna ólögmætrar notkunar samtengiupplýsinga.
Rannsókn Póst- og fjarskiptastofnunar byggðist meðal annars á gögnum sem Samkeppniseftirlitið lagði hald á í húsleit hjá Símanum.