Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjóvár, sagði í fréttum Sjónvarpsins, að það væri með öllu óskiljanlegt hversu illa gat farið fyrir félaginu síðustu árin.
Sagði Ólafur, að hefðu stjórnendur farið eftir reglum og eftirlit með bótasjóðnum verið eðlilegt hefði aldrei komið til þess að ríkið neyddist til leggja fyrirtækinu til 12 milljarða til að bjarga því frá þroti.
Ólafur hætti störfum hjá Sjóvá árið 2002.