Staða Sjóvár óskiljanleg

Ólaf­ur B. Thors, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjóvár, sagði í frétt­um Sjón­varps­ins, að það væri með öllu óskilj­an­legt hversu illa gat farið fyr­ir fé­lag­inu síðustu árin.

Sagði Ólaf­ur, að hefðu stjórn­end­ur farið eft­ir regl­um og eft­ir­lit með bóta­sjóðnum verið eðli­legt hefði aldrei komið til þess að ríkið neydd­ist til leggja fyr­ir­tæk­inu til 12 millj­arða til að bjarga því frá þroti.

Ólaf­ur hætti störf­um hjá Sjóvá árið 2002.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert