Styðjast ekki við upptökur eða vitni

Rannsókn lögreglu á dularfulla þingtölvumálinu stendur enn yfir.
Rannsókn lögreglu á dularfulla þingtölvumálinu stendur enn yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur hvorki stuðst við mynd­bands­upp­tök­ur né vitn­is­b­urði þing­manna við rann­sókn á far­tölv­unni sem grun­ur leik­ur á að hafi átt að nota til njósna á Alþingi. Eft­ir­lits­mynda­vél­ar í grennd við skrif­stof­una þar sem tölv­an fannst voru bilaðar og náðu því ekki mynd af þeim sem kom tölv­unni fyr­ir. Tölv­an fannst fyr­ir tæpu ári og hef­ur enn eng­in niðurstaða feng­ist í rann­sókn máls­ins.

Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að þing­menn hafi ekki verið spurðir út í manna­ferðir á svæðinu, þrátt fyr­ir skort á upp­lýs­ing­um vegna bil­ana eft­ir­lits­mynda­vél­anna. Hann seg­ir að lög­regl­an hafi ein­fald­lega ekki haft neitt í hönd­un­um um það hver hefði komið tölv­unni fyr­ir. Því hafi lög­regl­an ekki getað kallað neinn þing­mann til yf­ir­heyrslu.

Rann­sókn lög­reglu stend­ur enn yfir að sögn Stef­áns. Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, sagði á Alþingi í gær, að rann­sókn lög­regl­unn­ar hefði staðið yfir í um viku og að skrif­stofu­stjóra Alþing­is hefði að lok­um verið til­kynnt að rann­sókn­inni hefði lokið án ár­ang­urs.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, furðar sig á því hvers vegna ekki var talað við þing­menn. „Hvers vegna var ekki rætt við þá sem starfa í næsta ná­grenni við þenn­an stað þar sem þessi grun­sam­lega tölva fannst og þeir til dæm­is spurðir út í manna­ferðir í aðdrag­anda þess að tölv­an fannst.“ Lög­reglu­stjóri fund­ar með for­sæt­is­nefnd í dag.

„Voru bara þarna sem gest­ir“

Að sögn Þórs Sa­ari, þing­manns Hreyf­ing­ar­inn­ar, voru Ju­li­an Assange og aðrir full­trú­ar Wiki­leaks gest­ir í bygg­ing­unni þar sem tölv­an fannst í des­em­ber, janú­ar og fe­brú­ar. Þar fóru fram fund­ir um þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ísland skapaði sér af­ger­andi laga­lega sér­stöðu varðandi vernd­un tján­ing­ar- og fjöl­miðlafrels­is. „Þeir voru bara þarna sem gest­ir á fund­um. Það var verið að vinna IMMA-þings­álykt­un­ar­til­lög­una og þetta voru ekki bara Ju­li­an og Wiki­leaks sem voru þarna held­ur líka banda­rísk­ur lög­fræðing­ur, hol­lensk­ur lög­fræðing­ur, fréttamaður frá BBC og alls kon­ar sér­fræðing­ar í upp­lýs­inga­mál­um. Þetta var flókið mál og legið lengi yfir því hvernig væri hægt að gera þetta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka