Verkalýðsfélag Akraness segir sig frá samfloti

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Á þeirri forsendu hefur Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur tilkynnt samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands að félagið segir sig frá þessu samstarfi og hefur félagið nú þegar tilkynnt Starfsgreinasambandinu formlega um að það hafi dregið samningsumboð sitt til baka.

Einnig hefur félagið sent ríkissáttasemjara bréf og vísað kjaradeilu félagsins á hinum almenna vinnumarkaði til hans á formlegan hátt.

Fram kemur á vef félagsins, að í morgun hafi verið haldinn fundur í samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og á þeim fundi verið samþykkt að skoða hugmyndir forseta Alþýðusambands Íslands um samræmda launastefnu. Fyrir liggi hugmyndir að þessari launastefnu og það sé morgunljóst, að þær falli alls ekki að þeirri kröfugerð sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir.

„Það er mat samninganefndar Verkalýðsfélags Akraness að þessi samræmda launastefna eins og hún er hugsuð af forseta Alþýðusambands Íslands og kynnt fyrir félögunum er ekkert annað en skemmdarverk gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem starfa í útflutningi," segir á vef Verkalýðsfélags Akraness.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert