Vögguvísur yfir atvinnulífinu

Björk Guðmundsdóttir ræðir við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon …
Björk Guðmundsdóttir ræðir við Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon á tröppum Stjórnarráðsins. mbl.is/Ómar

For­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar standa á tröpp­um Stjórn­ar­ráðsins og „taka und­ir með þeim sem kyrja vöggu­vís­ur yfir at­vinnu­líf­inu og er­lendri fjár­fest­ingu.“ Þetta seg­ir í pistli á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Nauðsyn­legt sé að stjórn­völd greiði götu er­lendra fjár­fest­inga og efli þannig at­vinnu­lífið.

Sam­tök­in segja hverja nefnd stjórn­valda á fæt­ur ann­arri hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að fjár­fest­ing [Magma] í HS Orku hafi verið sam­kvæmt lög­um. Því sæti furðu að stjórn­völd taki und­ir með þeim sem nú mót­mæli kaup­un­um.

Fjár­fest­ing, þar með tal­in er­lend, í orku­frek­um iðnaði og út­flutn­ings­grein­um sé for­senda þess að hægt sé að koma at­vinnu­líf­inu á rétt­an kjöl á ný, og skapa hag­vaxtar­for­send­ur. Stjórn­völd verði að leggja áherslu á þessa þætti við gerð nýrra kjara­samn­inga.

Pist­ill­inn á vef SA

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert