Grunur leikur á að brotið hafi verið gegn auðgunarbrotakafla hegningarlaganna með millifærslum af reikningi Landsbankans hjá Seðlabanka Íslands þann 6. október 2008, sama dag og svokölluð neyðarlög tóku gildi.
Degi síðar var slitastjórn skipuð yfir bankanum. Háar fjárhæðir voru fluttar af reikningi Landsbankans og á reikninga MP Banka og Straums fjárfestingarbanka.
Fjórir voru handteknir vegna rannsóknar málsins í gær, en starfsmenn embættis sérstaks saksóknara gerðu húsleit á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir, að þrír hinna handteknu séu fyrrverandi starfsmenn Landsbankans, en ekki var vitað hver hinn fjórði er þegar blaðið fór í prentun.