Erfiðleikar fólks eru ekki alltaf bornir á torg og þannig er ástatt um íslensk hjón, sem eiga nokkur börn og þurfa að glíma við vandamál tveggja barna á grunnskólaaldri.
Næstelsta barnið er einhverft en það elsta er haldið miklum kvíða og hræðslu. Foreldrarnir standa ráðþrota gagnvart vandanum, fá litla sem enga opinbera aðstoð þar sem úrræðin vantar og á meðan er barnið heima ófært um að takast á við lífið utan veggja heimilisins.
„Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna, allan sólarhringinn, alla daga ársins,“ segir faðirinn í samtali í Morgunblaðinu í dag.