Flestir vildu Rögnu

Ragna Árnadóttir.
Ragna Árnadóttir.

Flestir þeirra, sem tóku þátt í óformlegri skoðanakönnun í þættinum Bergsson og Blöndal á Rás 2 í morgun, sögðust vilja að Ragna Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, verði næsti forseti Íslands.

Næstflestir sögðust vilja Pál Skúlason, prófessor og Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti, varð í 3. sæti.  Fram kom að 100 nöfn voru nefnd en hlustendur gátu sent þættinum tilnefningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert