Gufan verður Fontana

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, formaður Gufu ehf. við kynningu á nýju …
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, formaður Gufu ehf. við kynningu á nýju merki og nafni baðhúss á Laugarvatni sem opnað verður í júní. mbl.is/Sigmundur

Nýr baðstaður sem nú rís á Laugarvatni þar sem gamla gufubaðið stóð,
mun heita Laugarvatn Fontana. Nýtt merki baðstaðarins var kynnt fyrr í
dag á Laugarvatni um leið og ný heimasíða, fontana.is var tekin í
gagnið.

Stefnt er að opnun í júní og ásamt því sem unnið er að kappi
að byggingu nýja gufubaðsins er kynning og markaðssetning hafin fyrir
allnokkru. Miðast hún við að laða að ferðamenn á staðinn allt árið um
kring.

Nýja gufubaðið verður eins og hið gamla byggt ofan á gufuhvernum og
verður því áfram náttúrulegt gufubað. Nafnið Fontana vísar til þess að
á latínu þýðir fontana uppspretta, og býður því nafnið upp á auðvelda
tengingu við staðinn.

Heimasíða Fontana

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert