Halldór J. Kristjánsson, annar fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er laus úr farbanni. Að sögn Ólafs Þ. Haukssonar, sérstaks saksóknara, stóðu rannsóknarhagsmunir ekki lengur til þess að halda Halldóri á landinu og var farbanninu því aflétt í gærkvöldi.
Halldór kom hingað til lands sl. sunnudag að ósk Ólafs og var síðdegis þann dag úrskurðaður í farbann til 25. janúar.
Sigurjóni Þ. Árnasyni, sem einnig var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gærkvöldi.