Sameining ráðuneyta óljós

mbl.is/Ernir

Fundað var með fulltrúum hagsmunasamtaka í Ráðherrabústaðnum í gær um áform stjórnvalda um nýtt atvinnuvegaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ekkert sé búið að ákveða endanlega um sameiningu ráðuneyta og kom sumum fundarmönnum á óvart að heyra hve óljós staða þessara mála væri.

„Mér fannst þessi fundur einkennast af vandræðagangi,“ sagði einn fundarmanna við Morgunblaðið.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, stýrði fundinum en á honum voru einnig ráðuneytisstjórar þeirra ráðuneyta sem til stendur að sameina, að undanskildu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram að það ráðuneyti hefði ekki tekið þátt í undirbúningi fundarins, sem átti að marka upphaf á samráðsferli með hagsmunaaðilum um málið.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert