King segist ekki hafa lofað Icesave-afskriftum

Mervyn King.
Mervyn King. Reuters

Mervyn King,  banka­stjóri Eng­lands­banka, seg­ir ekki rétt að hann hafi hafi sagt Davíð Odds­syni, þáver­andi seðlabanka­stjóra Íslands, í aðdrag­anda fjár­mála­hruns­ins á Íslandi að Íslend­ing­ar yrðu ekki krafðir um end­ur­greiðslu vegna Ices­a­ve.

Í viðtali við Viðskipta­blaðið um ára­mót­in staðfesti Davíð það sem kem­ur fram í bók Árna M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra, að King hafi í sam­tali við Davíð í aðdrag­anda hruns­ins sagt að Eng­lands­banki myndi ekki gera þá kröfu að inn­stæður á Ices­a­ve reikn­ing­un­um yrðu end­ur­greidd­ar af Íslend­ing­um. Sagði Davíð að til sé upp­taka af þessu sam­tali þeirra í Seðlabank­an­um. 

„Þetta er al­ger­lega ósatt. Banka­stjór­inn sagði Davíð Odds­syni, að hann yrði að grípa til aðgerða til að gæta hags­muna Íslands. Bb­anka­stjór­inn hafði um margra mánaða skeið hvatt ís­lenska seðlabank­ann til að draga úr stærð banka­kerf­is­ins. Hann skrifaði Odds­syni 23. apríl 2008 þar sem þetta kom skýrt fram," hef­ur breska blaðið Guar­di­an eft­ir tals­manni King í dag. 

Í Viðskipta­blaðsviðtal­inu sagði Davíð að ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is hefði beðið um upp­töku af sam­tali hans og Kings en Seðlabank­an­um hefði  sagt að hann gæti ekki af­hent hana nema með samþykki Eng­lands­banka. Sér væri þó ekki kunn­ugt um að Seðlabank­inn hafi nokk­urn tíma beðið Eng­lands­banka um leyfi til að láta upp­tök­una af hendi þannig að ekk­ert lægi fyr­ir um af­stöðu Eng­lands­banka til þess.

Frétt Guar­di­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert