Styður Icesave að óbreyttu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sagði í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í dag, að hann myndi að óbreyttu styðja laga­frum­varp, sem ligg­ur fyr­ir Alþingi um nýj­an Ices­a­ve-samn­ing.

Ögmund­ur sagði, að sá Ices­a­ve-samn­ing­ur, sem nú ligg­ur fyr­ir þing­inu, sé tug­um millj­arða króna hag­stæðari en sá sem Alþingi samþykkti í árs­lok 2009 en lög­um um samn­ing­in var síðan hafnað í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

„Ég mun styðja þetta að óbreyttu," sagði Ögmund­ur. „Jafn­vel þótt ég sé mjög ósátt­ur við þetta mál allt í grunn­inn, þá held ég að ef það verður yfir okk­ur næstu miss­er­in og árin muni það rífa okk­ur á hol. Ég held að það sé komið að því að við reyn­um að ljúka þessu en ég geri það ekki hvað sem það kost­ar. Ég ætla að sjá hvaða niðurstaða kem­ur út úr fjár­laga­nefnd og mun fara ræki­lega í málið í þingum­ræðunni."

Ögmund­ur var ann­ar af tveim­ur þing­mönn­um Vinstri grænna, sem greiddu at­kvæði gegn laga­frum­varpi um Ices­a­ve í des­em­ber­lok 2009.  Lilja Móses­dótt­ir greiddi einnig at­kvæði gegn samn­ingn­um.

Ögmund­ur sagðist í þætt­in­um einnig vera ef­ins um að gera eigi frek­ari breyt­ing­ar á stjórn­sýsl­unni og einkum væri hann ef­ins um rétt­mæti þess að stofna sér­stakt at­vinnu­vegaráðuneyti með samruna land­búnaðar-, sjáv­ar­út­vegs- og iðnaðarráðuneyta.

Ögmund­ur sagði að marg­ir inn­an raða  VG hefðu verið fylg­is­menn þess­ara breyt­inga  en aðrir teldu ekki rétt að draga úr stjórn­sýslu­legu vægi ráðuneyt­anna þriggja eins og sak­ir standa.

Þá sagði Ögmund­ur, að málið tengd­ist um­sókn­ar­ferl­inu að Evr­ópu­sam­band­inu. Mest­ur efa­semd­armaður þar væri Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra og því vildu marg­ir losna við hann úr rík­is­stjórn­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert