Mjög mikið rennsli er við Fremstaver, efst í Hvítá í Árnessýslu, tæpir 437 rúmmetrar á sekúndu klukkan átta í morgun. Nú er mjög hlýtt á hálendinu og snjór þar bráðnar hratt. Varað er við vatnavöxtum á vatnasviði Hvítár.
Mjög hlýtt er á landinu þessa stundina, einkum þó á Austurlandi. Eskifjörður 12,3° C, Bjarnarey12,3 ° C, Neskaupstaður 11 stig.
Á Eskifirði var 12,3 stiga hiti nú á tíunda tímanum og 11 stig í Neskaupstað. Þriggja stiga hiti var við Kárahnjúka og sömuleiðis 3 stiga hiti á Hveravöllum.