Vill rannsaka hvort flugumaður hafi aðstoðað lögreglu hér

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag að hún hefði fengið vísbendingar um að lögregla á Íslandi hafi verið í einhverju samstarfi við breska lögreglumanninn Mark Kennedy, sem komst í dulargervi inn í raðir breskra aðgerðasinna. 

Fram hefur komið að Kennedy tók þátt í aðgerðum umhverfisverndarsinna gegn Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi árið 2005. 

Birgitta sagðist hafa vísbendingar um að Kennedy hefði komið upplýsingum á framfæri við lögreglu hér en að rannsaka yrði málið til hlýtar. Hún sagði, að Kennedy hefði m.a. notfært sér tengslin við samtökin Saving Iceland til að komast inn í önnur evrópsk grasrótarsamtök. 

Birgitta sagðist ekki hafa hitt Kennedy en hún hefði fengið frá honum bréf vegna greinar, sem hann sagðist vera að skrifa um lögregluofbeldi gegn mótmælendum á Austurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert