„Alþýðusambandið hrökk frá“

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

„Alþýðusam­bandið hrökk frá sem slíkt. Nú þurf­um við bara að ræða við ein­stök lands­sam­bönd,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. „Það ligg­ur al­veg fyr­ir að málið klár­ast ekki nema við sjá­um til lands í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um og okk­ur tak­ist að ljúka þeim.“

Ljóst varð á fundi samn­inga­nefnda SA og ASÍ í dag að til­raun­ir til mót­un­ar sam­ræmdr­ar launa­stefnu á veg­um heild­ar­sam­tak­anna til þriggja ára heyra sög­unni til. ASÍ get­ur ekki fall­ist á það skil­yrði SA að fund­in verði lausn í sjáv­ar­út­vegs­mál­um áður en skrifað verður und­ir nýja kjara­samn­inga.  

„Það á ekki að koma nein­um á óvart. Við höf­um sagt þetta mjög lengi. Málið er þó ekki á reit eitt vegna þess að end­ur­skoðun­ar­nefnd­in [um stjórn­kerfi fisk­veiða] skilaði af sér í sept­em­ber með víðtækri sátt. Það sem við erum að biðja um er að þessi sátt verði út­færð í laga­bún­ing,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Mun taka lengri tíma 

Hann seg­ir að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafi ekki fengið nein svör frá rík­is­stjórn­inni um að hún vilji á einn eða neinn hátt ræða við SA um sjáv­ar­út­vegs­mál­in. „Það er mjög merki­legt út af fyr­ir sig. Það hef­ur ekki verið leið til sátta hingað til að vilja ekki ræða við nokk­urn mann,“ seg­ir hann.

Vil­hjálm­ur seg­ir að fyrst kjaraviðræðurn­ar eru nú komn­ar í þenn­an far­veg muni þessi mál öll taka lengri tíma, „en Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru ekki að fara að gera ein­hvern skamm­tíma­samn­ing,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Sam­tök­in vilja að gerðir verði kjara­samn­ing­ar til þriggja ára, sem er að sögn Vil­hjálms mjög mik­il­vægt til að eyða óvissu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert