Bíða eftir svari ríkisstjórnarinnar

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hittast kl. 14 og fara …
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hittast kl. 14 og fara yfir svör ríkisstjórnarinnar.. mbl.is/Kristinn

Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins bíða nú eftir svari ríkisstjórnarinnar við kröfugerðum um aðgerðir í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum. Svörin eiga að berast fyrir fund ASÍ og SA kl. 14 og er litið svo á að þau geti skipt sköpum um framhald kjaraviðræðnanna um samræmda launastefnu.   

Forystumenn ASÍ funda kl. 13 og því næst hefst fundur ASÍ og SA í húsnæði ríkissáttasemjara kl. 14 þar sem farið verður yfir svör ríkisstjórnarinnar og stöðuna í samningamálunum.

Aðilar vinnumarkaðarins fóru fram á við ríkisstjórnina að hún svaraði tillögum þeirra um aðgerðir fyrir fundinn sem hefst kl. 14. Meðal stærstu mála í kröfugerð ASÍ gagnvart stjórnvöldum eru annars vegar jöfnun lífeyrisréttinda og hins vegar að bætur atvinnuleysistrygginga og bætur almannatrygginga verði hækkaðar, auk þess sem krafist er aðgerða í atvinnumálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert