Bíða eftir svari ríkisstjórnarinnar

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hittast kl. 14 og fara …
Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hittast kl. 14 og fara yfir svör ríkisstjórnarinnar.. mbl.is/Kristinn

For­ystu­menn ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins bíða nú eft­ir svari rík­is­stjórn­ar­inn­ar við kröfu­gerðum um aðgerðir í efna­hags-, at­vinnu- og fé­lags­mál­um. Svör­in eiga að ber­ast fyr­ir fund ASÍ og SA kl. 14 og er litið svo á að þau geti skipt sköp­um um fram­hald kjaraviðræðnanna um sam­ræmda launa­stefnu.   

For­ystu­menn ASÍ funda kl. 13 og því næst hefst fund­ur ASÍ og SA í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara kl. 14 þar sem farið verður yfir svör rík­is­stjórn­ar­inn­ar og stöðuna í samn­inga­mál­un­um.

Aðilar vinnu­markaðar­ins fóru fram á við rík­is­stjórn­ina að hún svaraði til­lög­um þeirra um aðgerðir fyr­ir fund­inn sem hefst kl. 14. Meðal stærstu mála í kröfu­gerð ASÍ gagn­vart stjórn­völd­um eru ann­ars veg­ar jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda og hins veg­ar að bæt­ur at­vinnu­leys­is­trygg­inga og bæt­ur al­manna­trygg­inga verði hækkaðar, auk þess sem kraf­ist er aðgerða í at­vinnu­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert