Gengu þvert yfir Ísland

Tveir mannanna voru svo sárir á fótum þegar þeir komust …
Tveir mannanna voru svo sárir á fótum þegar þeir komust á leiðarenda að þeir gátu ekki farið í skó. mbl.is/Anna María

Þrír erlendir karlmenn náðu loks takmarki sínu aðfaranótt föstudags, þegar þeir gengu niður í Hrauneyjar eftir að hafa verið tólf daga á göngu þvert yfir landið. Þetta er í annað sinn sem þeir félagar reyna við slíka göngu en þeir urðu frá að hverfa í fyrra vegna veðurs.

„Ég var áður í hlaupunum en þegar ég var búinn með sjöunda maraþonið mitt fannst mér engin áskorun í því lengur,“ segir forsprakki þeirra félaga, Bretinn Richard Neocleous, sem er mikill Íslandsvinur, í Morgunblaðinu í dag. „Mér datt þá í hug að það gæti verið spennandi að ganga þvert yfir Ísland í janúar, enda væri það mun erfiðara en að sumarlagi.“

Richard beið ekki boðanna heldur fékk tvo vini sína til liðs við sig, þá Jake Ormsby frá Nýja-Sjálandi og Brett Flack, sem er frá Simbabve. Í sameiningu lögðu þeir upp með að ganga þvert yfir landið, frá Eyjafirði um Sprengisand austan Hofsjökuls og niður í Hrauneyjar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert