Gengu þvert yfir Ísland

Tveir mannanna voru svo sárir á fótum þegar þeir komust …
Tveir mannanna voru svo sárir á fótum þegar þeir komust á leiðarenda að þeir gátu ekki farið í skó. mbl.is/Anna María

Þrír er­lend­ir karl­menn náðu loks tak­marki sínu aðfaranótt föstu­dags, þegar þeir gengu niður í Hraun­eyj­ar eft­ir að hafa verið tólf daga á göngu þvert yfir landið. Þetta er í annað sinn sem þeir fé­lag­ar reyna við slíka göngu en þeir urðu frá að hverfa í fyrra vegna veðurs.

„Ég var áður í hlaup­un­um en þegar ég var bú­inn með sjö­unda maraþonið mitt fannst mér eng­in áskor­un í því leng­ur,“ seg­ir forsprakki þeirra fé­laga, Bret­inn Rich­ard Neoc­leous, sem er mik­ill Íslands­vin­ur, í Morg­un­blaðinu í dag. „Mér datt þá í hug að það gæti verið spenn­andi að ganga þvert yfir Ísland í janú­ar, enda væri það mun erfiðara en að sum­ar­lagi.“

Rich­ard beið ekki boðanna held­ur fékk tvo vini sína til liðs við sig, þá Jake Orms­by frá Nýja-Sjálandi og Brett Flack, sem er frá Simba­bve. Í sam­ein­ingu lögðu þeir upp með að ganga þvert yfir landið, frá Eyjaf­irði um Sprengisand aust­an Hofs­jök­uls og niður í Hraun­eyj­ar.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert