Hlutdeild sjálfsafgreiðslustöðva í kaupum á eldsneyti jókst um 17 prósentur sl. þriðjudag þegar 14 króna afsláttur var veittur á eldsneyti í kjölfar sigurs íslenska handboltalandsliðsins á Japönum.
Þetta kemur fram á bloggsíðu Meniga, sem rekur samnefndan heimilisfjármálavef. Samkvæmt gögnum Meniga er markaðshlutdeild sjálfsafgreiðslustöðva olíufélaganna Atlantsolíu, Orkunnar og ÓB að jafnaði um 61% í lausasölu á eldsneyti á þriðjudögum en sl. þriðjudag hækkaði hlutdeildin í 78%.
Fram kemur á vefnum, að Meniga samfélagið endurspegli neysluvenjur 6% heimila í landinu.