Íslandsbanki veitir áfram framkvæmdalán

Einstaklingar í viðskiptum við Íslandsbanka geta sótt um hagstæð framkvæmdalán til fyrsta janúar 2012 í kjölfarið á því að stjórnvöldu ákváðu að framlengja átakinu „Allir vinna“ út árið 2011.  

Um er að ræða óverðtryggð skuldabréfalán með breytilegum kjörvöxtum skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni. Engin lántökugjöld eru á framkvæmdalánum  bankans, sem bera 5,75% óverðtryggða vexti. Þau eru veitt til allt að 5 ára en hámarksfjárhæð er 1,5 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert