Kratavæðing í Vinstri-grænum

Róttækni á undir högg að sækja hjá Vinstri grænum.
Róttækni á undir högg að sækja hjá Vinstri grænum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Flokksmenn Vinstri-grænna eru ósáttir við svokallaða „kratavæðingu“ flokks síns. Róttækari armur flokksins á undir högg að sækja og að sögn óánægðra flokksmanna færist stefna flokksins sífellt fjær þeim.

Nýr formaður Vinstri-grænna í Kópavogi endurspeglar þessa þróun, segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður VG í Reykjavík. Hinn nýi formaður, Arnþór Sigurðsson, var flokksbundinn í Samfylkingunni fyrir stuttu og tók virkan þátt í starfi flokksins. Það vakti athygli þegar forveri Arnþórs, Karólína Einarsdóttir, sagði sig úr VG fyrir um viku og hætti um leið öllum trúnaðarstörfum sem hún hafði gegnt innan eða á vegum flokksins.

„Hann er ESB-sinni og mun þá væntanlega stuðla að því að vegferðin í þessa „kratísku“ átt gangi betur í þessum flokki. Þetta er hluti af því mynstri sem er í gangi í flokknum,“ segir Sólveig Anna. „Það er nú pláss fyrir hann í VG sem fólk taldi vera vettvang fyrir annars konar pólitík fyrir stuttu. Það er að breytast og breytingin er öllum ljós.“

Arnþór kveðst sjálfur aldrei hafa gefið upp afstöðu sína til ESB. Hann sé þó hlynntur viðræðum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert