Loðnuveiðar gætu skilað 15 milljörðum

Krossey SF frá Hornafirði á loðnuveiðum.
Krossey SF frá Hornafirði á loðnuveiðum. mbl.is/RAX

Áætla má að loðnuvertíðin á þessu fiskveiðiári gæti gefið um 14-15 milljarða króna í útflutningsverðmæti. Hafrannsóknarstofnun lagði til í dag að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni verði aukinn um 125 þúsund tonn og verði alls 325 þúsund tonn.  Verðmæti aukningarinnar gæti numið um 6 milljörðum.

Hluti af heildaraflamarki af loðnu kemur í hlut Norðmanna og Grænlendinga samkvæmt samningi þjóðanna.

Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert