Meirihluti vill halda viðræðum áfram

Fánar Evrópusambandsins utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

65,4 sem tóku af­stöðu í skoðana­könn­un Frétta­blaðsins, vilja að  aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði lokið og samn­ing­ur lagður í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. 34,6% vilja að um­sókn­in verði dreg­in til baka.

Blaðið seg­ir, að held­ur hafi fjölgað í hópi þeirra sem vilja ljúka viðræðum við ESB frá því  í sept­em­ber í fyrra. Þá vildu 64,2% halda viðræðum áfram en 35,8% draga um­sókn­ina til baka.  Aðeins meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins vildu fleiri draga um­sókn­ina til baka en ljúka viðræðunum. Um 50,9% vildu stöðva viðræðurn­ar en 49,1%  ljúka þeim.

Stuðning­ur við að ljúka viðræðunum er mest­ur inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.  85,3% vilja halda áfram viðræðum en 14,7% hætta þeim. 67,2% stuðnings­manna Vinstri grænna vilja ljúka viðræðunum, 3,6 pró­sent­um fleiri en í sept­em­ber. 32,8% þeirra vilja draga um­sókn­ina til baka. 51,3% stuðnings­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins  vilja halda viðræðunum áfram en 48,7% slíta þeim.

Hringt var í 800 manns miðviku­dag­inn 19. janú­ar.  Alls tóku 87,5% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert