N1 hækkar eldsneytisverð

N1 hækkaði í kvöld eldsneytisverð hjá sér. Hækkaði bensín um 5 krónur og dísel um 4,50 krónur. Eru ástæður hækkunarinnar sagðar annars vegar hækkun á sköttum á eldsneyti og hins vegar þróun heimsmarkaðsverðs sem tilkomin er vegna veikingu krónu gagnvart Bandaríkjadal.

Í tilkynningu N1 segir: „Ástæður hækkunarinnar eru tvær; annars vegar hækkun á sköttum á eldsneyti og kemur þá til framkvæmda síðari hluti hækkunar á sköttum af eldsneyti samkvæmt samþykkt Alþingis í desember síðastliðnum, en hækkun skatta kemur til framkvæmda þegar nýjar birgðir  af hverri tegund koma í sölu. Önnur ástæða hækkunarinnar er vegna þróunar á heimsmarkaðsverði og einkum veikingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar undanfarna daga, sem vegur nú þungt.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert