Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, kynnti norðurslóðastefnu íslenskra stjórnvalda á ráðstefnu um norðurslóðamál sem nú stendur í Tromsø í Noregi. Um 700 manns sækja ráðstefnuna sem nú er haldin í fimmta sinn.
Össur átti einnig fund með Jonasi Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs um norðurslóðamál og sameiginlega hagsmuni ríkjanna þar.
Þá sagði Össur nauðsynlegt að efla Norðurskautsráðið og að þar yrði ekki aðeins vettvangur til viðræðna heldur einnig til að taka ákvarðanir um málefni heimskautsins.
Hann sagði að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefði ekki áhrif á stefnu Íslendinga í norðurslóðamálum og Ísland ætlaði sér að hafa áhrif á norðurslóðastefnu sambandsins ef íslenska þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í ræðunni sagðist Össurvera í Tromsø síðar en hann ætlaði þar sem hann hefði íhugað á námsárásum sínum að stunda nám við háskólann þar.
„En eins hin dýrðlega skepna, ísbjörninn, líður mér vel í þurrum og köldum heimskautavetrinum," sagði Össur.