Ráðuneyti setur niður

Frá Egilsstöðum.
Frá Egilsstöðum. mbl.is/GSH

Fag­leg ímynd vel­ferðarráðuneyt­is­ins, áður heil­brigðisráðuneyt­is­ins, hef­ur beðið hnekki vegna skorts á fag­leg­um vinnu­brögðum við niður­skurð í heil­brigðis­kerf­inu. Þetta seg­ir Stefán Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands.

Stefán flutti er­indi á málþing­inu Heil­brigðisþjón­usta á kross­göt­um á lækna­dög­um í dag og leitaðist þar við að út­skýra aðbúnað heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á Aust­ur­landi.

Í máli hans kom fram að skera átti niður í heil­brigðisþjón­ustu á lands­byggðinni um 20-40% á einu ári. Stór­lega hefði átt að minnka sjúkra­húsþjón­ust­una, með þeim af­leiðing­um að heilsu­gæsl­an hefði misst bak­land sitt. Sagði hann skiln­ings­skort uppi á viðfangs­efn­um heil­brigðis­kerf­is­ins á lands­byggðinni og þeim aðstæðum sem lands­byggðarfólk býr við.

Þegar niður­skurðar­til­lög­ur hafi verið kynnt­ar í haust hafi blasið við fækk­un starfs­manna um 80-100 í heil­brigðis­kerf­inu á Aust­ur­landi, eða sem nem­ur 30% heild­ar­fjölda starfs­manna. „Það hefði skap­ast al­vöru hætta á hruni í heil­brigðis­kerf­inu. Það hefði ekki verið hægt að halda því gang­andi. Við feng­um öll ein­kenni áfallarösk­un­ar og höf­um ekki jafnað okk­ur enn þá [...] Maður klór­ar sér í skall­an­um. Hvað veld­ur svona ákv­arðana­tök­um? [...] Er þjóðfé­lagið að hrynja?“ spurði Stefán og velti því fyr­ir sér hvort þekk­ing­ar­leysi væri um að kenna.

„Það átti nán­ast að taka baklandið af heilsu­gæsl­unni. Fórn­ar­lömd þess­ara breyt­inga hefðu fyrst og fremst verið gam­alt fólk með minni­hátt­ar sjúk­dóma. Sem bet­ur fer áttuðu menn sig á þessu í tæka tíð og björguðu á línu [...] En eft­ir standa lemstraðar stofn­an­ir. Við horf­um á lemstraða stjórn­mála­for­ystu. Hvernig leiðir hún mála­flokk eins og þenn­an? Hin fag­lega ímynd ráðuneyt­is­ins beið hnekki því það reynd­ist ekki vera nein fag­leg vinna á bak við ákv­arðan­irn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert