Tillaga um aukinn loðnukvóta

Hafrannsóknastofnunin leggur nú til, að leyfilegur hámarksafli af loðnu á yfirstandandi fiskveiðiári verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er það 125 þúsund tonna aukning frá fyrri tillögu.

Byggir tillagan á  nýjum mælingum, sem gefa til kynna að veiðistofn loðnu sé 720 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Fyrri mælingar gáfu til kynna að veiðistofninn væri 600 þúsund tonn. Gildandi aflaregla gerir ráð fyrir að 400 þúsund tonn séu skilin eftir til hrygningar.

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarinn hálfa mánuð verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins frá Suðausturlandi, norður um og allt að sunnanverðum Vestfjörðum. Fyrstu dagana komu jafnframt 5 veiðiskip að því að kanna útbreiðslu loðnunnar út af Austfjörðum og Norðurlandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert