Vatnið enn að hækka

Hross voru rekin á öruggan stað við Auðsholt í dag.
Hross voru rekin á öruggan stað við Auðsholt í dag. mynd/Birgir Örn Steinarsson

Hækkað hefur í Hvítá við Auðsholt í Hrunamannahreppi í kvöld en búist var við að vatnavextir í kringum bæina þar myndu ná hámarki um miðnættið. Talið var seint í kvöld að um 50 sentimetra djúpt vatn væri á veginum.

Íbúar Auðsholts eru nokkuð vanir flóðum á þessum tíma árs. „Suma vetur flæðir oft. Síðasta flóð var um jólin 2007 en síðan þá hefur ekkert flætt fyrir núna. Það er frekar óvenjulegt að það komi ekki flóð á einu sinni á vetri í það minnsta. Það er mjög sérstakt,“ sagði Steinar Halldórsson, bóndi á Auðsholti 4.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert