Á engum manni var brotið

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmundur sagði, að innan þingsins hefðu ýmsir talið að Alþingi ætti eitt að hafa hönd í bagga með að breyta stjórnarskrá. Hitt hefði orðið ofaná, að kjósa til stjórnlagaþings sem gerði tillögur um breytingar á stjórnarskrá. Síðan fengi Alþingi afurðina og þetta yrði samtal þings og þjóðar.

Sagði Ögmundur að þótt skiptar skoðanir hefðu verið innan þingsins hefði sér þótt það gleðiefni, hve góður andi myndaðist í allsherjarnefnd Alþingis gengið var frá lögum um stjórnlagaþing í vor.

Sagði Ögmundur að enginn alþingismaður og stjórnmálaflokkur hefði lagst gegn þessu.  Síðan var efnt til kosninganna og í kjölfarið hefðu nokkrir einstaklingar kært framkvæmdina og nú lægi úrskurður Hæstaréttar fyrir.

„Ég vek athygli á því, að í engu tilviki telur nokkur maður að á sér hafi verið brotið eða að niðurstaðan hefði orðið önnur ef aðfinnsluatriði Hæstaréttar hefðu ekki verið fyrir hendi," sagði Ögmundur. En þannig hafi verið um hnútana búið, að mati Hæstaréttar, að ekki var tryggt að réttur kjósenda yrði tryggður til hins ýtrasta og sá möguleiki hefði verið fyrir hendi að leynileg kosning hefði ekki verið virt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert