Á engum manni var brotið

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmund­ur sagði, að inn­an þings­ins hefðu ýms­ir talið að Alþingi ætti eitt að hafa hönd í bagga með að breyta stjórn­ar­skrá. Hitt hefði orðið ofaná, að kjósa til stjórn­lagaþings sem gerði til­lög­ur um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá. Síðan fengi Alþingi afurðina og þetta yrði sam­tal þings og þjóðar.

Sagði Ögmund­ur að þótt skipt­ar skoðanir hefðu verið inn­an þings­ins hefði sér þótt það gleðiefni, hve góður andi myndaðist í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is gengið var frá lög­um um stjórn­lagaþing í vor.

Sagði Ögmund­ur að eng­inn alþing­ismaður og stjórn­mála­flokk­ur hefði lagst gegn þessu.  Síðan var efnt til kosn­ing­anna og í kjöl­farið hefðu nokkr­ir ein­stak­ling­ar kært fram­kvæmd­ina og nú lægi úr­sk­urður Hæsta­rétt­ar fyr­ir.

„Ég vek at­hygli á því, að í engu til­viki tel­ur nokk­ur maður að á sér hafi verið brotið eða að niðurstaðan hefði orðið önn­ur ef aðfinnslu­atriði Hæsta­rétt­ar hefðu ekki verið fyr­ir hendi," sagði Ögmund­ur. En þannig hafi verið um hnút­ana búið, að mati Hæsta­rétt­ar, að ekki var tryggt að rétt­ur kjós­enda yrði tryggður til hins ýtr­asta og sá mögu­leiki hefði verið fyr­ir hendi að leyni­leg kosn­ing hefði ekki verið virt. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert