Ætti að hugsa málið upp á nýtt

Fulltrúar í landskjörstjórn kynna niðurstöður stjórnlagaþingskosninga þegar fulltrúar fengu kjörbréf …
Fulltrúar í landskjörstjórn kynna niðurstöður stjórnlagaþingskosninga þegar fulltrúar fengu kjörbréf sín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það dap­ur­leg­asta við þetta er að hér skuli vera stjórn­völd sem ekki skuli einu sinni sjá til þess að kosn­ing­ar séu gild­ar, í þessu gam­al­gróna lýðræðis­ríki,“ seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir, lög­fræðing­ur og þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og full­trúi í alls­herj­ar­nefnd Alþing­is.

Vig­dís fylgd­ist með kæru­mál­un­um og sat meðal ann­ars op­inn fund í Hæsta­rétti þar sem fram fór munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur um kær­ur vegna stjórn­laga­kosn­ing­anna. Hún tel­ur að niðurstaðan hafi blasað við eft­ir það. „Það voru svo mikl­ir ann­mark­ar á kosn­ing­unni að þetta gat ekki farið öðru­vísi,“ seg­ir hún um niður­stöðu hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna.

„Stjórn­völd ættu nú að ganga út úr þessu og hugsa málið upp á nýtt,“ seg­ir Vig­dís um fram­haldið. „Málið hef­ur verið keyrt áfram á full­um dampi þótt fyr­ir lægju þrjár kær­ur,“ seg­ir Vig­dís og bæt­ir því við að mikl­um fjár­mun­um hafi verið sóað í und­ir­bún­ing þessa stjórn­lagaþings.

Vígdís Hauksdóttir
Víg­dís Hauks­dótt­ir mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert