„Brotið á mínum rétti“

mbl.is/Ernir

„Ég er tví­mæla­laust þeirr­ar skoðunar að á mín­um rétti hafi verið brotið, sem fram­bjóðanda,“ seg­ir Þor­steinn Arn­alds, fram­bjóðandi til stjórn­lagaþings. Hann er ósam­mála orðum inn­an­rík­is­ráðherra sem sagði á Alþingi nú síðdeg­is að þótt Hæstirétt­ur hefði ákveðið að kosn­ing­in væri ógild hefði ekki verið brotið á nein­um. 

Þor­steinn seg­ist hafa lagt í tölu­verðan kostnað við að kynna sitt fram­boð og hafi verið ná­lægt því að ná kjöri. Í sam­tali við mbl.is seg­ist hann ætla að leita eft­ir því að fá þann kostnað end­ur­greidd­an. Málið sé í skoðun.

Þá seg­ir Þor­steinn að sér hafi verið mis­boðið þegar formaður lands­kjör­stjórn­ar hafi, nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar, til­kynnt að það yrði brotið á rétti fram­bjóðenda með því að heim­ila þeim ekki að hafa full­trúa á kjörstað til að fylgj­ast með fram­kvæmd kosn­ing­anna.

„Ég fór í [Laug­ar­dals]höll­ina þegar taln­ing­in fór fram, út af því að það stóð í lög­un­um að þetta ætti að fara fram fyr­ir opn­um dyr­um, og ég var þeirr­ar skoðunar að þessi fram­kvæmd sem þarna var í gangi væri al­gjör­lega ófull­nægj­andi. Og það var ekki nokk­ur leið að vita hvað fólkið var að gera þarna fyr­ir inn­an,“ seg­ir Þor­steinn.

Í raun hafi ekki verið neitt eft­ir­lit með taln­ing­unni. „Ég fór þarna og var ekk­ert ánægður með þetta,“ seg­ir Þor­steinn, sem tek­ur fram að hann hafi þó ákveðið að fara ekki lengra með málið.

„Ég var ekki trúaður á það að gera ein­hverj­ar at­huga­semd­ir mundi skila nein­um ár­angri,“ seg­ir hann. 

Það sé bæði kostnaðarsamt og tíma­frekt að leita rétt­ar síns.

„Maður er stimplaður sem kverúl­ant ef maður fer í svo­leiðis mál, sem end­ar síðan þannig að maður eigi ekki neinn rétt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert