Eldsneytisverð stefnir í hreina sturlun

Eldsneytisverð fór í 217,90 krónur lítrinn í gær.
Eldsneytisverð fór í 217,90 krónur lítrinn í gær.

Eldsneytis­verð hér á landi stefn­ir í hreina sturlun, sagði Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á Alþingi í dag. Vildi hann vita til hvaða aðgerða fjár­málaráðherra hygðist grípa til að lækka eldsneytis­verð og benti á að ríkið tæki lang­mesta hlut­ann af verðinu til sín í formi skatta.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að verð væri óvenju hátt vegna aðstæðna á heims­markaði og einnig hefði Banda­ríkja­dal­ur styrkst gagn­vart krónu. Hækk­an­ir á bens­ín- og ol­íu­gjaldi hefðu aðeins verið verðlags­hækk­an­ir en skatt­lagn­ing hér væri í takt við það sem væri í öðrum lönd­um. 

Sagði Stein­grím­ur, að all­ar lík­ur væru til að eldsneyti lækkaði á ný í verði þegar árstíðasveifl­unni, sem nú væri, lyki. Eng­in áform væru um að breyta skatt­lagn­ingu. 

Öll olíu­fé­lög­in nema Ork­an hafa nú hækkað eldsneytis­verð um 5 krón­ur, þar sem al­gengt lítra­verð er 217,90 krón­ur á bens­íni hjá stóru fé­lög­un­um; N1, Olís og Shell. Hjá Atlantsol­íu er lítr­inn á bens­íni 217,10 krón­ur og 217,60 krón­ur hjá Ób.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert