Eldsneytisverðið aldrei verið hærra

Tölurnar á bensínstöðvunum hafa aldrei verið hærri, eftir að N1 …
Tölurnar á bensínstöðvunum hafa aldrei verið hærri, eftir að N1 hækkaði. mbl.is/Ernir

N1 reið á vaðið í gærkvöldi og hækkaði verð á bensíni um fimm krónur og dísilolíu um 4,50 kr. Fór bensínlítrinn í 217,90 krónur og sama verð var á dísilolíunni.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þetta sé hæsta eldsneytisverð sem sést hefur hér á landi.

Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra hjá N1, eru ástæður hækkunarinnar tvær, annars vegar hækkun á sköttum á eldsneyti og hins vegar þróun á heimsmarkaðsverði og einkum veiking krónunnar gagnvart dollar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert