Fara fram á pólitískt óþægindaálag

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, minnt­ist á það á Alþingi í dag að er­lend fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki fari nú fram á að póli­tískt óþæg­inda­álag sé lagt ofan á fjár­mögn­un sem ís­lensk fyr­ir­tæki eru að leita eft­ir. Þetta hafi komið fram í máli for­stjóra Norðuráls og for­stjóra Magma á fjöl­menn­um fundi í Stap­an­um í gær.

Að mati Ragn­heiðar er þetta vegna póli­tískr­ar óvissu og óstöðuleika hér á landi. „Hér eru í fyrsta sinn er­lend­ir fjár­fest­ar sem eru að skoða fjár­fest­ingu á Íslandi að hugsa um að kaupa sér trygg­ingu vegna póli­tískr­ar óvissu á Íslandi.“

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagðist hafa rætt við marga sem eru áhuga­sam­ur um að koma til Íslands og þeir ótt­ist það ekki. „Ég tel þar af leiðandi al­veg hægt að segja að sá þátt­ur máls­ins sé ýkt­ur upp. Ég ef­ast ekk­ert um það. En það er þægi­legt fyr­ir menn sem eru í þess­ari stöðu að kenna ein­hverju svona löguðu um ef svo ber und­ir.“

Að auki sagði fjár­málaráðherra að hann yrði ekki var við það þegar farið er yfir þessi mál með bönk­um, fjár­fest­ing­ar­sjóðum eða áhuga­söm­um fjár­fest­um fyr­ir hönd stór­fyr­ir­tækja að þetta sé áhyggju­efni af þeirra hálfu, held­ur þvert á móti átta þeir sig á því í vax­andi mæli að auðvitað eru orku­auðlind­ir Íslands tak­markaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert