Kemur ekki til greina að hætta við

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi síðdeg­is að ákvörðun Hæsta­rétt­ar um að ógilda fram­kvæmd kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings hljóti að valda þing­mönn­um von­brigðum. Sagðist Jó­hanna ekki telja að til greina kæmi að hætta við þingið. „Stjórn­lagaþingið tök­um við ekki frá þjóðinni," sagði Jó­hanna.

Jó­hanna sagði þegar hún flutti skýrslu um ákvörðun Hæsta­rétt­ar,  að aðfinnsl­ur Hæsta­rétt­ar hefðu einkum snúið að fram­kvæmd kosn­ing­anna. Sagði Jó­hanna, að rétt væri að hafa í huga, að eng­in af at­huga­semd­un­um hefði komið upp sem raun­veru­legt vanda­mál í fram­kvæmd kosn­ing­anna. Eng­inn heldi því fram að leynd hefði verið rof­in, að kjör­kass­ar hefðu verið opnaðar og ekki væri vitað til þess að umboðsmönn­um fram­bjóðenda hefði verið meinað að vera viðstadd­ir kosn­ing­arn­ar. 

Sagði Jó­hanna að for­sæt­is­nefnd Alþing­is verði að fjalla um málið og leita yrði allra leiða til að tryggja að stjórn­lagaþingið verði haldið.  Ýmis­legt kæmi til greina, svo sem hvort setja ætti lög sem heim­iluðu að Alþingi kysi 25 full­trúa á stjórn­lagaþing, hugs­an­lega þá sömu sem kosn­ir voru í nóv­em­ber, meti Alþingi umboð þeirra full­nægj­andi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert