Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa á Alþingi nú síðdegis krafist þess að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, komi í þingið og gefi þingheimi skýringar á því að Hæstiréttur hefur nú ógilt kosningu til stjórnlagaþings.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, gerði hlé á þingfundi til klukkan 16 vegna þessara frétta.